04.10.2017
Fimmtudaginn 05.október og þriðjudaginn 10.október nk.milli kl.16:30 og 18:00 verður sala á félagsgöllum í anddyri fimleikahússins.Verið er að vinna í velja nýjan félagsbol áhaldafimleika drengja og stúlkna og hópfimleikabol fyrir yngri iðkendur.
Lesa meira
28.09.2017
Við viljum minna á að áhorfsvika er ávallt 1.-7.hver mánaðar.Næsta áhorfvika byrjar því 2.október (1.okt.er á sunnudegi) og líkur laugardaginn 7.október.Af gefnu tilefni skal gæta þess að þau sem koma með börn með sér, þurfa að passa vel upp á að þau séu hjá sínum forráðarmönnum öllum stundum í stúkunni og fari alls ekki út á gólf, þó freistandi sé.
Lesa meira
17.09.2017
Eftir hverja olympíuleika eru reglurnar í áhaldafimleikum endurskoðaðar og breytingar gerðar.Þær Mihaela, Karen Hrönn, Eir og Erla sóttu 20 kennslustunda dómaranámskeið undanfarna daga hjá Fimleikasambandinu og þreyta svo próf eftir tvær vikur sem er bæði bóklegt og verklegt þar sem þær þurfa að dæma öll fjögur áhöldin.
Lesa meira
12.09.2017
Nú hefur verið opnað fyrir alla hópa í Nóri greiðslukerfinu.Mikilvægt er að allir skrái sem fyrst í kerfið svo hægt sé að nýta mætinga- og póstlista.Muna að skrá netföng þar sem um það er beðið svo að kerfið nýtist sem best.
Lesa meira
05.09.2017
Næstkomandi laugardag hefst hjá okkur í FIMAK íþróttaskóli barnanna.Skólinn er ætlaður börnum fædd 2012 til 2014.Hægt er að skrá barnið í gegnum fimak.is en á síðunni er hnappur sem heitir skráning iðkenda.
Lesa meira
31.08.2017
Nú er lokið gerð stundatöflu sem tekur gildi á mánudaginn, 4.september.Núna er parkour-ið komið ásamt yngri K-hópum.Hóparnir í parkour breytast ekkert frá því á síðustu önn, alla vega ekki fyrstu vikuna meðan við sjáum endurheimt.
Lesa meira
30.08.2017
Fullt starf hjá okkur í FIMAK hefst mánudaginn 4.september en þá tekur stundataflan í gildi fyrir alla hópa (Parkour, K-3, K-4 og K-5 er þó ekki komið í töflu).Búið á að vera að senda á alla sem voru í starfinu í fyrra (fyrir utan ofangreinda hópa).
Lesa meira
23.08.2017
Hér til hliðar (sjá mynd) má líta hópa F-5 og F-6.Stundataflu reynum við svo að birta eins fljótt og auðið er.
Lesa meira
23.08.2017
Hér til hliðar (sjá mynd) má líta hópa F-4a (eldri) og F4-b (yngri).Stundataflu reynum við svo að birta eins fljótt og auðið er.
Lesa meira
19.08.2017
Stundaskrá eldri hópa næstu tvær vikur lítur svona út (sjá mynd).Stefnt er að því að þetta sé endanleg stundaskrá en þó gætu orðið breytingar eftir tvær vikur þegar fullunnin tafla lítur dagsins ljós.
Lesa meira