Áhaldafimleikar kvenna er einstaklingsíþrótt. Íþróttin er mjög krefjandi og þar þurfa einstaklingar að tengja hugar og líkamsvitund til að geta byggt upp og sett saman flókar æfingar. Keppt er á fjórum mismunandi áhöldum 1) Jafnvægislá 2) Tvíslá 3) Stökk & 4) Gólfæfingar.
Til að iðkendur njóti sín sem best og fái sem mest út úr æfingum er mikilvægt að þeir séu í hópum með öðrum iðkendum á sama getustigi. Þegar svo er getur þjálfari skipulagt æfingar þannig að þær henti öllum iðkendum sem best og æfingarnar verða þar með bæði ánægjulegri og árangursríkari en ella. Hjá Fimleikadeild KA er notast við stöðumat sem metur styrk, liðleika, hraða, þrek og getu í ákveðnum æfingum til að raða í hópa. Einnig er stuðst við íslenska fimleikastigann sem gefinn er út af Fimleikasambandi Íslands.
Við hópaskiptingu er ekki tekið tillit til búsetu, vináttu og/eða fjölskyldutengsla iðkenda eða annara atriða óháðum fimleikum nema iðkendur flokkist á sama getustigi skv. ofangreindu mati.
(1. -3.þrep)
(4. - 5.þrep)
Á4 - Fimleikaföt að eigin vali.
Á5 - Fimleikaföt að eigin vali.
Á6 - Fimleikaföt að eigin vali.
Hægt er að sjá æfingagjöldin hér