Skráning iðkenda og greiðsla æfingagjalda fer öll í gegnum félagakerfi Sportabler. Tilkynning er send þegar æfingagjöld eru komin inn.
Skilyrði er að gengið sé frá greiðslu æfingagjalda í upphafi tímabils. Allir iðkendur eru sjálkrafa skráðir áfram. Kjósi iðkandi að hætta æfingum verður úrsögn að berast með tölvupósti á netfangið skrifstofa@fimak.is. Ef úrsögn berst ekki skrifstofu skriflega með tölvupósti verða æfingagjöld innheimt sem nema gjaldi fyrir einum mánuði. Það er á ábyrgð forráðamanna að tilkynna úrsögn, tilkynning til þjálfara iðkendans verður ekki tekin gild.
Allar skráningar í þá hópa sem laust er í er opnað á í gegnum sportabler, aðrir hópar sem ekki eru að finna þar er best að hafa samaband við skrifstofu fimleikar@ka.is
Ef nota á Frístundastyrk sveitarfélags sem greiðslu fyrir námskeið þarf að merkja við það sérstaklega á greiðslusíðunni. Þá birtist lína og hægt er að haka við “Nota Frístundastyrk – nafn sveitarfélags“og þá færist inn upphæð styrks sem viðkomandi iðkanda á rétt á , í sumum tilvikum geta foreldrar/forráðamenn breytt upphæð og ráðstafað upphæð að eigin vali.
Hægt er að velja um tvennskonar greiðslumáta í fellistiku, kreditkort og greiðsluseðla og skipta gjaldinu í allt að 4 mánaðarlegar greiðslur (fjöldi skipta er háð heildarupphæð). Umbeðnir greiðsluseðlar birtast í netbanka viðkomandi forrráðamanns. Fyrir hvern útgefin greiðsluseðil innheimtist sérstakt seðilgjald kr. 390. Allar greiðslur fara um kerfi kreditkortafyrirtækja á öruggum síðum, FIM.KA geymir engar slíkar upplýsingar. Ef þið lendið í vandræðum, eða hafið fyrirspurnir um skráningu þá vinsamlegast hafið samband; fimleikar@ka.is.
Þegar valið hefur verið greiðslumáti og viðeigandi upplýsingar settar inn er mikilvægt að kynna sér og haka við í kjölfarið „Samþykki skilmála” og samþykkja með greiðslu.
Frestur til að ganga frá æfingagjöldum í Sportabler er til 15. september á haustönn og 20. janúar á vorönn. Eftir það áskilur FIM.KA sér rétt til að setja æfingargjöldin á þrjá greiðsluseðla og bætist þá við seðilgjöld og/eða annar umsýslukostnaður ef bakfæra þarf reikning.
Komi til að senda þurfi æfingagjöld út þá er ekki hægt að nota frístundastyrk.
Ef iðkandi flytur sig yfir í annan hóp áskilur FIM.KA sér að senda rukkun ef æfingagjöld þess hóps eru hærri. Ef iðkandi fer í hóp með lægri æfingagjöld fær iðkandi inneign hjá FIM.KS sem hægt er að nota á næsta tímabili. Ef iðkandi hættir verður inneign greidd út.
Æfingagjald miðast við þann æfingatímafjölda sem hópur viðkomandi iðkanda æfir á viku.Ef árekstur er í æfingatöflu við aðrar íþróttagreinar eða tómstundir er hægt að senda póst á fimleikar@ka.is og fim.formadur@ka.is og skoðað er hvert tilfelli með þjálfara hóps hvort það gangi upp og hægt sé að koma til móts við viðkomandi með niðurfellingu æfingargjaldi við samræmingu á æfingartíma í viku.
- Mótagjöld og kostnaður vegna keppnis-og æfingaferða eru ekki innifalin í æfingagjaldi.
Ef iðkandi er búin að skrá sig á mót og greiða mótagjald FSÍ og hætti svo við þá er mótgjald ekki endurgreitt.
Tryggingar: Vakin er athygli á því að iðkendur eru ekki tryggðir hjá deildinni við æfingar eða keppni fyrir hönd Fimleikadeildar KA. Við bendum forráðamönnum á að kanna heimilistryggingar sínar því í flestum tilfellum eru iðkendur tryggðir þar.
Æfingagjöld eru ekki endurgreidd ef iðkandi hættir eftir að einn mánuður eru liðinn af önninni. Iðkandi sem æfir fjórar vikur eða skemur greiðir sem nemur gjaldi fyrir einn mánuð. Hægt er að sækja um undanþágu frá þessu ef um búferlaflutning, alvarleg veikindi, slys eða langvarandi meiðsl er að ræða. Iðkendur eru vinsamlegast beðnir að skila inn læknisvottorði vegna langvarandi meiðsla.
Verðskrá Vorönn 2025 |
|||
Birt með fyrirvara um breytingar og innsláttarvillur. | |||
Æfingahópur | Vikufjöldi | Æfingagjald | Leyfisgjöld FSÍ |
Mfl. Á kk. |
24 | 205.440 kr |
2.550 kr |
Mfl. Á kvk. |
24 | 190.000 kr | 2.550 kr |
Á1 kk. | 24 | 190.000 kr | 2.450 kr |
Á1 kvk . 3.þrep | 24 | 176.500 kr | 2.450 kr |
Á1 kvk 4.þrep | 24 | 153.500 kr | 2.450 kr |
Á2 kvk/kk | 24 | 153.500kr | 2.450 kr |
Á3 kvk/kk |
17 | 97.700 kr | 2.450 kr |
Á4 | 17 | 90.200kr | 1.200 kr |
Á5 | 17 | 76.340 kr | 1.200 kr |
H2 | 24 | 176.500 kr | 2.450 kr |
H3 | 24 | 153.500kr | 2.450 kr |
H4 | 17 | 111.500 kr | 2.450 kr |
H5 | 17 | 95.600 kr | 1.200 kr |
G1 |
17 | 76.340 kr | 1.200kr |
G2a/b |
17 | 64.900 kr | 1.200kr |
G3 | 17 | 76.340 kr | 1.200 kr |
Fullorðins 18+ | 17 | 49.900 kr | 1.950 kr |
Trampólín | 17 | 76.340 kr | 1.950 kr |
Krílahóp S4 2019.árg | 17 | 34.000 kr | 1.200 kr |
Krílahóp S1,S2,S3 |
17 |
30.100kr |
800 kr |
|
||||||
|
||||||
AfslátturSystkinaafsláttur er 10% sem reiknast á meðaltal heildaræfingargjalds systkina. Systkinaafsláttur gildir bara á systkinum innan fimleikadeilarinnar.
|
||||||