Fimleikafélagið notast við Sportabler til að halda utan um mætingar. Öll samskipti þjálfara og foreldra/foráðamanna varðandi æfingar/ástundun og það sem viðkemur þjálfun eiga að fara fram á Sportabler.
Foreldrar/forráðamenn/iðkendur þurfa því að tengjast Sportabler og skrá sig inn með kóða sem er sértækur fyrir hvern hóp fyrir sig. Ef barnið ykkar er ekki skráð í hópinn af þjálfara þegar þið skráið ykkur inn, þá fær þjálfari beiðni um að samþykkja ykkur inn sem hann gerir fljótt og þá er barnið skráð í hópinn.
Hér er að finna alla kóða til að fá aðgang í tiltekna hópa í Sportabler. Mikilvægt er að vera skráður í Sportabler til að allar upplýsingar um starfið fari ekki fram hjá neinum.