Eftir hverja olympíuleika eru reglurnar í áhaldafimleikum endurskoðaðar og breytingar gerðar. Þær Mihaela, Karen Hrönn, Eir og Erla sóttu 20 kennslustunda dómaranámskeið undanfarna daga hjá Fimleikasambandinu og þreyta svo próf eftir tvær vikur sem er bæði bóklegt og verklegt þar sem þær þurfa að dæma öll fjögur áhöldin. Nýr fimleikastigi er svo væntanlegur á næstu dögum og bíðum við spennt eftir að sjá hann.