15.03.2018
Nú fer að líða að páskafríi og hér fyrir neðan er hægt að sjá hvenær hóparnir fara í frí:
A-, P- og M- hópar fara í frí eftir laugardaginn 24.mars.Sama á við um K-3, F-4 og F-6.
Lesa meira
13.03.2018
Í dag, þriðjudaginn 13.mars, falla niður æfingar sem eru á milli 16:30 og 19:00 vegna kvikmyndadags Giljaskóla en hann er í tengslum við árshátíð skólans.Búið á að vera að tilkynna á facebook síðum hópa ef tími fellur niður.
Lesa meira
05.03.2018
Eins og greint var frá fyrir helgi kom nýtt fimleikagólf í hús.Um 30 manns mættu um helgina til að taka þátt í að taka það gamla saman og setja það nýja upp.Þetta gekk ótrúlega vel og var fyrr búið en fólk átti vona á.
Lesa meira
04.03.2018
Í gær, lagardag, var foreldratími hjá leikskólahópum.Einu sinni á önn eru foreldrar með krökkunum í tíma og reyna hvað þau geta að hafa eitthvað í litlu krílin að gera.
Lesa meira
02.03.2018
Í lok síðasta árs var samþykkt af bænum að kaupa nýtt fimleikagólf.Gamla gólfið hjá okkur er orðið átta ára gamalt en nýju gólfin eru byggð upp á allt annan hátt, eða með töluvert meiri fjöðrun.
Lesa meira
01.03.2018
Við viljum minna á að áhorfsvika er ávallt 1.-7.hver mánaðar.Næsta áhorfvika byrjar því í dag, 1.mars og líkur miðvikudaginn 7.mars.Af gefnu tilefni skal gæta þess að þau sem koma með börn með sér, þurfa að passa vel upp á að þau séu hjá sínum forráðarmönnum öllum stundum í stúkunni og fari alls ekki út á gólf, þó freistandi sé.
Lesa meira
09.02.2018
Skrifstofan verður lokuð til 22.febrúar.Í flestum tilfellum er hægt að snúa sér til þjálfara eða yfirþjálfara.Sé málið brýnt og varðar skrifstofu er hægt að senda póst á netfangið skrifstofa@fimak.
Lesa meira
08.02.2018
Fimleikafélag Akureyrar og Höldur undirrituðu áframhaldandi samstarfssamning á dögunum.Höldur hefur undanfarin ár stutt dyggilega við FIMAK og eiga miklar þakkir skildar fyrir þann stuðning sem fyrirtækið hefur sýnt félaginu.
Lesa meira
01.02.2018
Við viljum minna á að áhorfsvika er ávallt 1.-7.hver mánaðar.Næsta áhorfvika byrjar því í dag, 1.febrúar og líkur miðvikudaginn 7.febrúar.Af gefnu tilefni skal gæta þess að þau sem koma með börn með sér, þurfa að passa vel upp á að þau séu hjá sínum forráðarmönnum öllum stundum í stúkunni og fari alls ekki út á gólf, þó freistandi sé.
Lesa meira
25.01.2018
Mikið er um að vera hjá þjálfurum okkar þessa vikuna.Í hádeginu fóru sex stökk- og hópfimleikaþjálfarar til Egilsstaða á námskeið sem stendur fram á sunnudag.Á morgun fara svo fjórir áhaldafimleikaþjálfarar suður á mót með sínum þrepum.
Lesa meira