Fréttir

Menningar og viðurkenningarsjóður KEA - styrkur

Föstudaginn 1. desember tóku meðlimir úr Stjórn á móti styrk úr Menningar og viðurkenningarsjóði KEA.
Lesa meira

FIMAK verður Fimleikadeild KA

FIMAK verður Fimleikadeild KA Sameining Fimleikafélags Akureyrar, FIMAK og Knattspyrnufélags Akureyrar, KA, var samþykkt einróma á félagsfundum beggja félaga sem haldnir voru í gærkvöldi. Sameiningarviðræður hafa staðið yfir undanfarna mánuði en Íþróttabandalag Akureyrar og Akureyrarbær hafa einnig komið að þeim viðræðum. FIMAK verður lagt niður í núverandi mynd og færist starfsemi þess undir KA sem fimleikadeild félagsins. KA tekur formlega við allri starfsemi FIMAK frá og með deginum í dag, 1. desember.
Lesa meira

Haustmót 1 og 2 í Hópfimleikum

Mikið hefur verið um að vera hjá Hópfimleikadeild félagsins. FIMAK sendi frá sér lið á Haustmót 1 helgina 18.nóv þar sem 4.flokkur kvenna kepptu í hófimleikum, þær gerðu gott mót og stóðu sig frábærlega vel. Einnig átti FIMAK 3 lið um sl.helgi á Haustmóti 2 sem haldið var á Selfossi þar sem 3.flokkur og 2.flokkur kepptu í Hópfimleikum. Allar stóðu þær sig frábærleg, miklar framfarir og bætingar hjá liðunum sem enduðu í 6.sæti,12.sæti og 16.sæti. Við erum ákaflega stolt af iðkendum okkar og þjálfurum sem hafa unnið vel í haust og verður gaman að fylgjast með þessum hópum á mótunum eftir áramót!
Lesa meira

Aðalfundur FIMAK 30.nóv

Aðalfundur Fimleikafélags Akureyrar fer fram fimmtudaginn 30. nóv. kl. 20:30 í anndyri Íþróttamiðstöðvar Giljaskóla. Við hvetjum foreldra, þjálfara og aðra sem láta málefni félagsins sig varða til þess að mæta á fundinn. Efni fundarins: Sameining við KA og slit á Fimak.
Lesa meira

Keyrslumót 16.nóvember

Fimmtudaginn 16.nóvember munu keppnishópar í hóphópfimleikum, stökkfimi og M -hópur, sýna stökk, dans og ýmiskonar æfingar.
Lesa meira

Viltu styrkja FIMAK

Fimak komið á almennaheillaskrá - skattafrádráttur. Skráning kemur fram á yfirliti á vef Skattsins
Lesa meira

Foreldramorgun hjá Krílahópum

Í morgun mættu um 150 frískir krakkar/kríli í fimleikaskóla FIMAK og leyfðu foreldrum sínum að horfa á og jafnvel prófa hinar ýmsu æfingar.
Lesa meira

Vel heppnað Þrepamót 1.

Vel heppnuðu Þrepamóti 1 (4. og 5.þrep) lauk í dag. 186 flottir fimleikakrakkar tóku þátt og stóðu sig frábærlega.
Lesa meira

Þrepamót í áhaldafimleikum

Helgina 4. - 5. nóvember fer fram þrepamót í áhaldafimleikum í sal Fimleikafélags Akureyrar við Giljaskóla.
Lesa meira

Kvennaverkfall 24.október

FIMAK styður Kvennaverkfall 24.október 2023. Kvennþjálfarar FIMAK hafa leyfi stjórnar til að fella niður æfingar á morgun.
Lesa meira