Fréttir

Marion Fennö ráðin yfirþjálfari í hópfimleikum

Búið er að ráða yfirþjálfara í hópfimleikum og hefur hún þegar hafið störf hjá okkur í FIMAK.
Lesa meira

FIMAK óskar eftir að ráða fimleikaþjálfara til starfa

Fimleikafélag Akureyrar leitar að þjálfara til að þjálfa parkour, hópfimleika, áhaldafimleika og grunnhópa. Umsóknarfrestur er til 24.júlí og þarf viðkomandi að geta hafið störf í ágúst.
Lesa meira

Íþróttamaður FIMAK 2020 - Salka Sverrisdóttir

Íþróttamaður Fimleikafélags Akureyrar árið 2020 er Salka Sverrisdóttir. Salka hefur frá leikskólaaldri æft áhaldafimleika hjá Fimak, lengst af undir stjórn Florin og Mirelu Paun en síðastliðinn vetur hjá Mihaelu og Jan Bogodoi. Salka kláraði lokaþrep íslenska fimleikastigans vorið 2019 og tóku þá við æfingar og keppni í frjálsum æfingum en þess má geta að Salka er fyrsti iðkandi Fimak til að keppa í frjálsum æfingum fyrir hönd félagsins og í vor keppti hún með fyrsta liði Fimak í frjálsum æfingum á Bikarmóti FSÍ. Á síðasta ári var hún fyrst iðkenda Fimak valin í unglingalandslið stúlkna í áhaldafimleikum og var stefnan sett á þátttöku á Norðurlandamóti sem því miður féll niður vegna Covid. Salka er dugleg, ósérhlífin og viljasterk og þessir eiginleikar hafa fleytt henni langt í íþróttinni. Hún er mikil og góð fyrirmynd annarra iðkenda félagsins, hjálpsöm, réttsýn og vingjarnleg og það er yfirleitt mikið fjör í kringum hana á æfingum. Hún er verðugur handhafi titilsins íþróttamaður Fimak og við óskum henni alls hins besta í framtíðinni.
Lesa meira

Þakkir frá stjórninni

Nú hafa allir hópar nema keppnishópar lokið æfingum þennan veturinn og er óhætt að segja að hann hafi verið öllum erfiður hvort sem eru iðkendur, þjálfarar eða foreldrar. Bæði vöntun á þjálfurum og Covid hafa sett svip sinn á þennan vetur. Af því tilefni vill stjórn FIMAK þakka iðkendum, þjálfurum og foreldrum innilega fyrir að halda þetta út með okkur. Stjórn FIMAK eins og aðrir horfa til bjartari tíma og er það ósk okkar að þið verðið með okkur áfram því þið eruð frábær!! Kærar þakkir
Lesa meira

Aðalfundur FIMAK 2021

Aðalfundur Fimleikafélags Akureyrar fer fram fimmtudaginn 10. júní kl. 20:30 í matsal Giljaskóla Við hvetjum foreldra, þjálfara og aðra sem láta málefni félagsins sig varða til þess að mæta á fundinn. Það vantar fólk í trúnaðarstörf hjá félaginu, stjórn, nefndir og ráð.
Lesa meira

Fim-leikjaskóli FIMAK

Fim - leikjaskóli FIMAK Í sumar býður FIMAK upp á fim-leikjanámskeið fyrir 6-10 ára krakka (2010-2015). Námskeiðin verða frá kl. 8:00 - 14:00 alla virka daga en einnig er hægt að kaupa pláss frá kl 8:00 – 12:00 , námskeiðin standa yfir í viku í senn. Námskeiðin samanstanda af fimleikaæfingum og ýmsum leikjum, bæði úti og inni. Krakkarnir þurfa að hafa með sér hollt og gott nesti fyrir morgunkaffi og hádegi fyrir þá sem eru til kl 14.
Lesa meira

Óskum eftir þjálfurum

Óskum eftir yfirþjálfara í hópfimleikum, dansþjálfara í hópfimleikum og Parkour þjálfara.
Lesa meira

Afmælisveisla í fimleikasalnum

Við hjá FIMAK bjóðum foreldrum/forráðarmönnum að halda afmælisveislur fyrir börn í fimleikasalnum hjá okkur. Ákveðið var að bjóða upp á þá nýjung að bjóða salinn til útleigu á fimmtudaginn 22.apríl eða sumardaginn fyrsta. Laus eru tvö pláss þann dag. Ef þið hafið áhuga á að nýta ykkur það endilega sendið okkur póst á afmæli@fimak.is eða hér í gegnum síðuna.
Lesa meira

Æfingar byrja í dag fimmtudaginn 15. apríl hjá öllum hópum.

Æfingar byrja í dag fimmtudag 15 apríl með hefðbundnu sniði hjá öllum hópum. Vinsamlegast fylgist með tilkynningum á Sprotabler frá þjálfurum.
Lesa meira