Fréttir

Seinkun á upphafi annar vegna nýrra regla frá FSÍ vegna Covid

Í dag barst póstur frá Fimleikasambandi Íslands með reglum sem fimleikafélög þurfa að vinna eftir. Fimleikafélagið hefur tekið ákvörðun um að æfingar sem áttu að hefjast á morgunn frestast fram í næstu viku og hefjum við æfingar strax eftir helgina. Allar upplýsingar um starfið í næstu viku eru væntanlega fyrir helgi. Næstu dagar fara í að undirbúa húsið og starfsemina svo hægt sé að framfylgja öllum sóttvarnar reglum sem eiga við um okkar starf. Með von um skilning Starfsfólk FIMAK
Lesa meira

Uppfært: Haustönn 2020 hefst 20. ágúst hjá keppnishópum og 31. ágúst hjá almennum hópum.

Sæl Nú fer vetrarstarfið að hefjast hjá okkur eftir gott sumarfrí. Þjálfarar eru að klára sumarfríin sín og kom spræk til vinnu að því loknu. Keppnishópar munu hefja æfingar 20. ágúst og almennir hópar hefja æfingar 31. ágúst. Verið er að raða niður í hópa og útbúa stundaskrá fyrir veturinn. Frekari upplýsinga er að vænta næstu daga. Hlökkum til vetrarins með ykkur Starfsfólk FIMAK
Lesa meira

Sumarfrí

Fimleikafélag Akureyrar er komið í sumarfrí fram yfir verslunarmannahelgi. Fimleikasalurinn er lokaður og því ekki hægt að fá hann leigðan út á meðan sumarfrí stendur yfir. Stjórn félagsins mun skoða töluvpósta af og til og svara erindum sem hafa borist. Erindi er snúa að innheimtu skulu berast á gjaldkeri@fimak.is
Lesa meira

Þjálfarar óskast til starfa veturinn 2020-2021

Fimleikafélag Akureyrar óskar eftir að ráða þjálfar til vinnu næsta vetur. Félagið leitar að almennum þjálfurum i tímavinnu ásamt fastráðnum fagþjálfurum í bæði hópfimleika og áhaldafimleika. Vinnutími er að mestu eftir kl. 14 á daginn. FIMAK er eitt af þremur stærstu íþróttafélögum á Akureyri og telur rúmlega 500 iðkendur. Marakmið félagsins er að efla árangur í fimleikum ásamt því að hvetja til almennrar íþróttaiðkunnar án áherslu á keppni. Félagið er með aðsetur í Íþróttamiðstöðinni við Giljaskóla.
Lesa meira

FIMAK augýsir eftir framkvæmdastjóra í hlutastarf.

Fimleikafélag Akureyrar óskar eftir að ráða framkvæmdastjóra i 60% starf. Möguleiki að fara í fullt starf með þjálfun í sal samhliða. Vinnutími eftir samkomulagi. FIMAK er eitt af þremur stærstu íþróttafélögum á Akureyri og telur rúmlega 500 iðkendur. Umsóknafrestur rennur út 15. júní 2020.
Lesa meira

Parkour námskeið

Í sumar býður FIMAK upp á sumarnámskeið í parkour fyrir iðkendur á aldrinum 9-12 ára (2008 - 2011). Æfingar verða á miðvikudögum og föstudögum kl. 13:00 – 14:30
Lesa meira

Sumaræfingar fyrir krakka á aldrinum 7 – 10 ára

Í sumar býður FIMAK upp á sumaæfingar fyrir iðkendur á aldrinum 7-10 ára (2010-2013). Æfingar verða á mánudögum, þriðjudögum og fimmtudögum frá kl. 13:00 – 14:30. Boðið verður upp á gæslu þessar þrjá daga á milli 12:00 – 13:00 fyrir þau börn sem eru að koma úr fim-leikjaskólanum. Þau verða að hafa með sér hollan og góðan hádegisverð. Vinsamlegast takið fram í athugasemd við skráningu ef þið óskið eftir gæslu.
Lesa meira

Fim - leikjaskóli FIMAK

Í sumar býður FIMAK upp á fim-leikjanámskeið fyrir 6-10 ára krakka (2010-2014). Námskeiðin verða frá kl. 8:00 - 12:00 alla virka daga og standa yfir í viku í senn.
Lesa meira

Endurgreiðsla á æfingagjöldum vegna Covid-19.

Af gefnu tilefni viljlum benda á eftirfarandi tilkynningu frá UMFÍ varðandi endurgreiðslu á æfingagjöldum vegna Covid-19. Þessi tilkynning er gefin út í nafni UMFÍ og ÍSÍ. Á meðan við vitum ekki hvert framhaldið verður af samkomubanni og takmörkunum að mannvirkjum er ómögulegt að ákveða framahaldið. Hvort og/eða hvernig verður hægt að bæta upp þær æfingar sem hafa tapast þarf að vinna í samstarfi við forstöðumann mannvirkisins þegar húsið opnar.
Lesa meira