06.06.2023
Norðurlandamótið í áhaldafimleikum fór fram í Gerplu, Versölum í helgina 2. - 3. júlí. Sólon Sverrisson var flottur fulltrúi Íslands í keppni Úrvalsliða drengja. Fimak er afar stolt af þessum flotta unga íþróttamanni .
Lesa meira
06.06.2023
Glæsileg vorsýning að baki. Enn og aftur vill Stjórn FIMAK þakka öllum þjálfurum og sjálfboðaliðum sem lögðu fram vinnu sína. Stjórnin vill þakka Kjarnafæði/Norðlenska fyrir pylsurnar sem okkur voru gefnar. Greifanum fyrir lán á grillum/gasi. Það er venja fimleikafélagsins að veita viðurkenningar í lok vetrar. Þjálfarar sjá um það val. Viðurkenningar eru veittar fyrir ástundun og virkni annars vegar og mestu framfarir hins vegar.
Lesa meira
01.06.2023
Lokahnykkur annar er vorsýningin okkar sem haldin verður laugardaginn 3.júní. Aðgangseyri er 2500kr fyrir 16 ára og eldri.
Grillaðar verða pylsur í boði Kjarnafæði/Norðlenska eftir hverja sýningu.
Lesa meira
17.05.2023
Þar sem ekki náðist að manna stjórn FIMAK boðar stjórn FIMAK til framhaldsaðalfundar.
Framhaldsaðalfundur Fimleikafélags Akureyrar fer fram miðvikudaginn 31. maí kl. 20:00 í anddyri FIMAK.
Vinsamlegast sendið póst um framboð á skrifstofa@fimak.is
Efni fundarins:
Kosning stjórnarmanna og 2 varamanna.
Lesa meira
15.05.2023
FIMAK og GK hafa gert með sér áframhaldandi styrktarsamning til 3 ára. Allir okkar þjálfarar og iðkendur munu klæðast glæsilegum fatnaði frá þeim.
Við erum afar þakklát fyrir áframhaldandi samstarf við GK sem mun skipta okkur í FIMAK miklu máli.
Lesa meira
11.05.2023
FIMAK óskar eftir því að ráða þjálfara í hópfimleika. Viðkomandi þarf að geta hafið störf í ágúst 2023. Umsóknum ásamt ítarlegri ferilskrá skal senda á skrifstofa@fimak.is. Umsóknarfrestur er til og með 31.maí. Fyrir frekari upplýsingar veitir Alexandra skrifstofustjóri félagsins, hægt að senda tölvupóst á skrifstofa@fimak.is.
Lesa meira
10.05.2023
FIMAK óskar eftir því að ráða í stöðu yfirþjálfara í hópfimleikum. Viðkomandi þarf að geta hafið störf í ágúst 2023. Umsóknum ásamt ítarlegri ferilskrá skal senda á skrifstofa@fimak.is. Umsóknarfrestur er til og með 31.maí. Fyrir frekari upplýsingar veitir Alexandra skrifstofustjóri félagsins, hægt að senda tölvupóst á skrifstofa@fimak.is.
Lesa meira
09.05.2023
Í sumar býður FIMAK upp á fim-leikjanámskeið fyrir 6-10 ára krakka (2013-2017).
Námskeiðin verða frá kl. 8:15 - 14:00 alla virka daga og standa námskeiðin yfir í viku í senn og kostar vikann 16.000 kr
Ef skráð er á allar 3 vikurnar fæst 4 vikan frítt.
Námskeiðin samanstanda af fimleikaæfingum og ýmsum leikjum, bæði úti og inni. Krakkarnir þurfa að hafa með sér hollt og gott nesti fyrir morgunkaffi og hádegismat.
Fyrir nánari upplýsingar má senda póst á skrifstofa@fimak.is
Skráning er hafin og fer fram í gegnum skráningarkerfi Sportabler FIMAK | Vefverslun (sportabler.com)
Lesa meira
25.04.2023
Aðalfundur Fimleikafélags Akureyrar fer fram þriðjudaginn 16. maí kl. 20:00 í matsal Giljaskóla. Við hvetjum foreldra, forráðamenn, þjálfara og aðra áhugasama sem láta málefni félagsins sig varða til þess að mæta á fundinn. Óskum eftir framboðum í stjórn FIMAK. Vinsamlegast sendið póst um framboð á skrifstofa@fimak.is
Efni fundarins:
1. Fundarsetning og ávarp formanns.
2. Kjör fundarstjóra og fundarritara.
3. Staðfest lögmæti fundarins.
4. Fundargerð síðasta aðalfundar lögð fram
5. Skýrsla aðalstjórnar, framkvæmdarstjóra og nefnda.
6. Reikningar félagsins.
7. Umræður um skýrslur.
8. Reikningar bornir undir atkvæði.
9. Lagabreytingar.
10. Kosning formanns.
11. Kosning stjórnarmanna og 2 varamanna.
12. Kosning tveggja skoðunarmanna reikninga fyrir næsta starfsár
13. Ákvörðun styrktarfélagsgjalda
14. Önnur mál.
Stjórn FIMAK
Lesa meira