Vorsýning Fimleikafélags Akureyrar.

Á sýningunni mátti sjá mörg frábær tilþrif iðkenda félagsins bæði dansa og æfingar á áhöldum, danshópur sem samanstendur af 4 stúlkum úr FA sýndu frumsaminn dans sem vann þeim inn bikar á freestylmóti fyrr í vetur. I-1 sem er sá hópur sem lengst er kominn í fimleikum sýndi bæði keppnisdans sinn og frábær stökk á loftdýnu og trampolíni. Aðrir hópar sýndu í bland dans og æfingar á áhöldum. Þó svo að öll atriðin hafi verið frábær og vel undirbúinn þá vakti eitt atriði sérstaka kátínu viðstaddra, það var atriði sem elstu iðkendur félagsins sýndu. Þar var á ferðinni hópur iðkenda á aldrinum 31 – 49 ára sem sýndu atriði á trampolíni og loftdýnu við góðar undirtektir áhorfenda. Það er enn og aftur að sýna sig hversu mikilvægt starf er unnið hjá félaginu, vinsældir fimleika aukast ár frá ári og er nú svo komið fyrir Fimleikafélagi Akureyrar að við höfum ekki færi á að stækka meira vegna aðstöðuleysis og þurfum við í sí auknum mæli að vísa áhugasömum krökkum frá.Mikilægi þess að við fáum tækifæri til að efla starf félagsins hefur aldrei verið meira, nýju húsi hefur verið lofað eigi síðar en haustið 2009, og teljum við í stjórn FA því mikilvægt að fljótlega verði byrjað á að byggja.Sá grunur hefur þó læðst að okkur í stjórn FA að enn og aftur sé verið að draga lappirnar gagnvart félaginu og að við verðum látin víkja fyrir önnur verkefni sem verið er að vinn að á vegum bæjarins. Fari línur ekki að skýrast fljótlega þarf greinilega aftur að leggjast í herferð til að fá hreyfingu á hlutina.Við viljum þó trúa því að til þess þurfi ekki að koma og við fáum lausn húsnæðisvanda okkar eigi síðar en haustið 2009, því lengur getum við ekki beðið með að mæta þeirri eftirspurn sem er fyrir hendi.

Sjá myndband        sjá myndir