Vorsýning Fimleikafélags Akureyrar

 

Atriði krakkanna voru stórskemmtileg og öll voru þau glæsileg enda hafa krakkarnir og þjálfarar lagt sig fram við undirbúning sýningarinnar. Þema sýningarinnar var heimurinn. Gaman er fyrir foreldra, systkini og aðra aðstandendur iðkenda að koma og sjá börnin sýna listir sínar enda er þetta oft fyrsta tilefnið til að koma fram fyrir fullu húsi áhorfenda.

20052006195

Starf Fimleikafélags Akureyrar hefur verið að stig magnast undanfarin ár, aðstöðuleysi hefur þó staðið okkur fyrir dyrum með að byggja upp en betra og öflugra starf.

Áralöng barátta fyrverandi formans FA og stjórnar er þó að bera réttmætan ávöxt ef marka má síðustu fréttir af húsnæðismálum okkar.

Nú stendur til að hefja byggingu mannvirkis við Giljaskóla sem á að rúma bæði fimleika og íþrótta aðstöðu fyrir skólann.

Hægt er að nálgast teikningar af húsinu á eftirfarandi slóð: www.islendingur.is

Svo viljum við benda á að nýjar myndir frá sýningunni er að finna á myndasíðunni okkar.

Einnig viljum við hvetja foreldra til að senda inn greinar og myndir úr starfinu. Sendið á netfangið fridbjorn@iss.is

 

Friðbjörn B. Möller