Dagana 27. og 28. maí fer fram Vorsýning FIMAK. Fimleikafélagið er 40 ára í ár og mun sýningin verða glæsilegri en nokkru sinni fyrr af því tilefni. Að sögn sýningastjóranna Huldu Rúnar, Karenar Hrannar og Mihaelu Bogodai er æft stíft. Mikil leynd er yfir atriðunum enn sem komið er en þær lofa mikilli skemmtun. Sýningarnar verða fjórar talsins, tvær hvorn dag. Þær byrja kl. 11:00 og 14:00 báða dagana. Vonandi sjá flestir sér fært að mæta á afmælissýningu Fimleikafélagsins.
Föstudaginn 26. maí verður generalprufan haldin.