Vorsýning Fimak 2011

Laugardaginn 21.maí verður hin árlega vorsýning fimleikafélagsins. Sýningarnar verða að þessu sinni þrjár, kl. 11:00, kl. 13:00 og kl.15:00. Hópunum  er skipt niður á sýningarnar. Hver sýning verður ca. 45 mínútur. Sú breyting verður á frá fyrri vorsýningum að nú höldum við sýninguna í nýrri frábærri fimleikaaðstöðu í Íþróttamiðstöðinni við Giljaskóla.  Undanfarin ár hefur sýningin haft ákveðin þema og í ár er frumskógarþema.  Endilega komið og sjáið verur frumskógarins sýna listir sýnar.  Á sýningunni verður hægt að kaupa myndir af hópunum í frumkógargervi, myndin kostar 600kr. og verður afhend strax eftir helgina.

Hér fyrir neðan sjáið þið hvaða hópar eru hverju sinni.

Kl. 11:00 eru F1-I1-K1-F3-F7-I3 yngri-A1-A2-M1-K4-P1-F2-Goldies

Kl.13:00 eru F1-I1-K1-F4-F8-I3 eldri-A3-A4-M2-K2-K5-P2-I4-Goldies

Kl. 15:00 eru F1-I1-K1-F5-F6-I2-A5-A6-M3-K3-K6-P3-I5-Fimar stelpur

 

Aðgangseyrir er 500 kr. fyrir 14 ára og eldri

Allir velkomnir

Stjórn og Þjálfarar FIMAK