Vorönn 2013 á enda

Síðustu æfingum vorannar er nú lokið. Vorsýningarnar eru lokahnikkur annarinnar og vonandi að allir iðkendur félagsins hafi notið starfsins hjá okkur í vetur. Sumarnámskeiðin verða auglýst á heimasíðunni í næstu viku en þau fara fram í júnímánuði. Í júlí er sumarfrí hjá félaginu og engin starfsemi á þeim tíma.

Í vikunni 27.-31. maí verður engin starfsemi þar sem að alþrif fara fram á fimleikasalnum. Fyrstu vikun í júní verður lítið um að vera en í viku 2-4 í júnímánuði bjóðum við upp á námskeið. Um leið og sú dagskrá verður tilbúin verða námskeiðin auglýst hér á heimasíðunni og jafnframt fer skráning fram í gegnum hana.

Okkur langar að biðla til foreldra barna sem eru ákveðin í að hætta að senda okkur tölvupóst með afskráningu á netfangið skrifstofa@fimak.is. Iðkendur sem skráðir eru á vorönn 2013 eru sjálfkrafa áfram skráð í haust svo það þarf EKKI að endurskrá þau (það á líka við um laugardagshópana).

Takk fyrir veturinn,

starfsfólk FIMAK