Helgina 14.- 15. maí fer fram fjölmennt mót í hópfimleikum hér á Akureyri. Keppendur verða um 700 talsins í 59 liðum víðs vegar að um landið. Keppt er í 3. -5. flokki í landsreglum kvk. og 3.-5. flokki í landsreglum mix og kk. Allar almennar æfingar falla niður hjá félaginu dagana 13.- 15. maí nema hjá þeim hópum sem keppa um helgina (I2, I3 og M1), þeir mæta á létta æfingu föstudaginn 13. maí kl. 19-20:30.
Skipulag mótsins er að finna hér.
FIMAK á 4 lið á mótinu. I2(ásamt Bryndísi í I3 yngri) og I3 eldri keppa í 4. flokki, I3 yngri keppir í 5. flokki og M1 keppir í 3. flokki.