Um helgina var haldið Vormót FSÍ hérna á Akureyri. Yfir 600 keppendur mættu til leiks í 59 liðum frá 12 félögum. Keppt var í landsreglum í 3. -5. flokki stúlkna og 3.- 5. flokki drengja og Mix ásamt því að krýndir voru deildarmeistarar vetursins í hverjum flokki fyrir sig. Mótið gekk vonum framar og krakkarnir sem kepptu stóðu sig frábærlega og voru sýnum félögum til fyrirmyndar bæði í keppni og utan keppni. Þetta er stærsta fimleikamót sem haldið hefur verið hér á Akureyri og með stærri fimleikamótum sem haldin eru á Íslandi. Það má því með sanni segja að þetta hafi verið mikil reynsla fyrir okkur sem störfum fyrir Fimleikafélagið á Akureyri og við búum að þeirri reynslu á komandi mótum og vonum að þau verði mörg næstu árin. Okkur langar að þakka öllum sjálfboðaliðum í röðum foreldra, aðstandenda og iðkenda fyrir alla þá óeigingjörnu aðstoð sem þeir veittu okkur, án þeirra hefði þetta ekki gengið eins og von bar vitni.
Takk öll fyrir frábæra helgi.
Hér koma úrslit frá Vormóti FSÍ sem haldið var á Akureyri.
Stjórn og þjálfarar FIMAK