Keppninni verður skipt í eftirfarandi flokka:
§ Flokkur “A” : 4. og 5. þrep: Þær stúlkur sem hafa náð 30 stigum á FSÍ móti í þessum gráðum.
§ Flokkur “B” : 4. og 5. þrep: Þær stúlkur sem ekki hafa náð 30 stigum á FSÍ móti í þessum gráðum.
§ Flokkur “C” : 6. þrep:
§ Keppendum verður skipt í aldursflokka ef næg þátttaka fæst. Einnig verða veitt verðlaun fyrir einstök áhöld og fyrir liðakeppni ef þátttökufjöldi leyfir.
Hægt er að tilkynna þátttöku í síma: 561-8470 milli kl. 15:00 og 18:00 alla virka daga eða með e-mail: fimleikar@simnet.is . Þátttökutilkynningar skulu berast í síðasta lagi 22. nóvember. Endanlegt skipulag mótsins verður sent 23. nóvember.
Mótsgjald er kr. 1500,- á hvern keppanda og skal staðgreiðast í Ármannshúsinu fyrir keppni.
Gott væri ef hvert félag gæti útvegað 1-2 dómara til að dæma á mótinu. Dæmt verður eftir gömlu FIG reglunum: Útgangseinkunn 10,0
Litil villa = - 0,1
Miðlungs villa = - 0,2
Stór villa = - 0,3
Fall = - 0,5
Ármann hefur sett saman gildi fyrir æfingahluta í 5. og 6. gráðu sem stuðst verður við.
Bestu kveðjur
Fimleikadeild Ármanns