Viðurkenningar fyrir veturinn 2020-2021 í hópfimleikum

Það er venja fimleikafélagsins að veita viðurkennigar í lok vetrar og hafa þessar viðurkenningar verið veittar á vorsýningu félagsins.  Þar sem vorsýning félagsins fór ekki fram sökum fjöldatakmarkanna þá ákváðu þjálfarar í hópfimleikum að færa iðkendum viðurkenningarnar heim að dyrum.  Viðurkenningarnar eru veittar fyrir ástundun og virkni annars vegar og mestu framfarir hins vegar.  Valið var mjög erfitt eftir veturinn enda mismikið hægt að leggja stund á íþróttina vegna þeirra hamla sem hefur verið í heimunum öllum. 

Eftirfarandi fengu viðurkenningar í hópfimleikum: 

I1: 

    • Ástundun og virkni- Þorgerður Katrín Jónsdóttir
    • Framfarir: Jóhann Gunnar Finnsson

I2: 

    • Ástundun og virkni- Birta Gísladóttir
    • Framfarir: Anna Lóa Sverrisdóttir

I4:

    • Ástundun og virkni- Kolbrún Svana Bjarkadóttir
    • Framfarir: Anna Lilja Hákonardóttir

I5: 

    • Ástundun og virkni- Unnur Dúa Sigurðardóttir
    • Framfarir: Emilía Hildur Taehtinen

Hér má sjá myndir af krökkunum.

Með kærri kveðju og þökk fyrir veturinn

Stjórn og þjálfarar FIMAK