Videoklippur af FSÍ mótum og auglýsingasöfnun

Til iðkenda og aðstandenda FIMAK,

Nú er að fara af stað fjáröflunarverkefni í tengslum viðHaustmót I í áhaldafimleikum, þar sem FIMAK mun standa að skipulagi og framkvæmd í samstarfi við NýjanVinkil ehf, undir stjórn Þorvarðar Goða Valdimarssonar.

Fimleikasamband Íslands og Nýr Vinkill ehf. Byrjuðu að þróa  fjáröflunarleið sem felur í sér að keppendur á FSÍ mótum eru teknir upp á video og upptökunum dreift á internetið í gegn um samfélagsmiðlana Youtube og Facebook.

Það er síðan í boði tækifæri fyrir mótshaldara hverju sinni að virkja sína félagsmenn, iðkendur og aðstandendur í fjáröflunarstarfi, sem felur í sér sölu á styrktarlínum og auglýsingum sem birtast í viðkomandi videoupptökum.

Sölutekjur af auglýsingum/styrktarlínum renna að þriðjungi til landsliðsstarfs FSÍ, þriðjungi til söluaðilans, og þriðjungi til aðstanda aðframleiðslu og framþróun verkefnisins. Fimleikaiðkendum stendur einnig til boða að vinna við framleiðsluna og vinna þar fyrir sinn hóp eða félag, sem fengi greitt hluta af framleiðslukostnaðinum.

Það er hægt að skoða síðasta mót, Arionbankamót í áhaldafimleikum inn á Youtube.com/fimleikasambandid, og einnig á Facebook síðunni Fimleikavideo, http://www.facebook.com/Fimleikavideo.

Þeir sem vilja fá fréttabréf um allar videoklippur, playlista, auglýsingasölu, fréttir af hvata keppni í áhorfi á videoklippurnar, eru hvattir til að skrá sig í fréttabréf frá Fimleikavideo, www.facebook.com/Fimleikavideo.

Endilega senda spurningar á toddi@nyrvinkil.is og það verður reynt að svara eftir fremsta megni.

 

bestukveðjur, FIMAK og Nýr Vinkyll ehf.

Allar nánari upplýsingar um verð og annað má nálgast hjá Erlu.