Vetrarstafið haustönn 2006

Eins og auglýst hefur verið þá er vetrarstarf FA að hefjast. Eins og er hafa 4 hópar verið kallaðir inn 21. ágúst n.k. A1, A2, F1 og F2.

Aðrir hópar eiga með réttu að byrja 4. sept næstkomandi. Ástæða þess að aðrir hópar byrja ekki fyrr er að þjálfara FA eru flestir í MA og VMA.

Flestar eru enn í fullri sumarvinnu og svo stendur einnig á að þær fái stundatöflurnar sína afhentar frá skólunum.

Því eins og gefur að skilja þá þarf að raða niður í tíma (stundatöflu FA) eftir því hvenær þjálfara geta mætt til vinnu hjá félaginu.

Það hefur einnig borið á því eftir að auglýsing félagsins birtist í Dagskánni og Extra að verið er að reyna að skrá börn inn símleiðis eða með tölvupósti.

Þannig gerum við hinsvegar ekki, á síðustu vorönn þá lágu frami skránigarblöð fyrir þá iðkendur sem voru þá þegar í fimleikum, þessi börn hafa forgang inn þennan veturinn.

Nýskráning og innheimta æfingagjalda verður auglýst fljótlega og er þá þeim er vija skrá börn sín í fimleika bent á að mæta og láta skrá börn sín.

Annað sem þarf að minnast á er að við tökum ekki við yngri börnum en 4. ára inn í félagið sem stendur.

Takk fyrir

Stjórn FA