Verðlaunaafhending

Þjálfararnir Jan, Mihaela og Mario ásamt keppendum.
Þjálfararnir Jan, Mihaela og Mario ásamt keppendum.

Á mótum Fimleikasambands Íslands hefur ekki verið hægt að halda hefðbundna verðlaunaafhendingu og verðlaun því send viðkomandi félögum. Föstudaginn 5. mars var ákveðið að halda verðlaunaathöfn í FIMAK fyrir iðkendur sem unnu til verðlauna á Þrepamóti 2, þrepamóti 1-3 þrep og Bikarmóti í áhaldafimleikum. Aðalsteinn Helgason formaður FIMAK og Mihaela yfirþjálfari áhaldafimleika sáu um afhendinguna.

Þrepamót 2 var haldið í Gerplu 6. febrúar þar sem kepptu 15 iðkendur frá FIMAK og náðu þar 5. þrepi Elísabet Davíðsdóttir, Jóel Orri Jóhannesson, Júlíus Evert Jóhannesson og Patrekur Páll Pétursson. 4. þrepi náðu Arna Lind Jóhannsdóttir, Caroline Amalie Tarnow og Vilté Petkuté.

15 Iðkendur frá FIMAK kepptu á Þrepamóti 1.-3.þreps í Björk 13. febrúar. Þar varð Ívar Tumi Gunnlaugsson Briem í 3. þrepi, 13 ára í 1. sæti á stökki, 2. sæti á gólfi, tvíslá og fjölþraut og 3. sæti á svifrá. Í 1. þrepi varð Sólon Sverrisson í 1. sæti á gólfi og í fjölþraut og Gísli Már Þórðarson varð í 2. sæti á gólfi og 3. sæti á stökki og í fjölþraut. Í 2. þrepi 13 ára og eldri varð Friðrikka Nína Guðmundsdóttir í 3. sæti á gólfi og tvíslá. Í 3. þrepi 13 ára og eldri varð Ester Katrín Brynjarsdóttir í 3. sæti á tvíslá. Í 3. þrepi 12 ára, náði Arndís Ösp Axelsdóttir þrepinu og varð í 1. sæti á gólfi, slá og í fjölþraut. Kolfinna Lúðvíksdóttir varð í 2. sæti á stökki og Aníta Ösp Róbertsdóttir varð í 3. sæti á gólfi. Í 3. þrepi 11 ára og yngri, varð Halldóra Ósk Gunnlaugsdóttir Briem í 1. sæti á slá og 2. sæti á stökki.

27.-28. febrúar var Bikarmót FSÍ haldið í Gerplu og þar átti FIMAK lið í frjálsum æfingum kvenna í fyrsta skipti í sögu félagsins og var liðskonum afhent viðurkenning af því tilefni. FIMAK átti einnig lið í 2. og 3. þrepi. Lið FIMAK í 3. þrepi varð í 2. sæti og þar náði Kolfinna Lúðvíksdóttir þrepinu.

Stjórn FIMAK óskar iðkendum og þjálfurum, Mihaelu, Jan og Mario til hamingju með mótin og frábæra frammistöðu.

Farouq Alkhabit varð í 3. sæti á stökki í 3. þrepi 13 ára kk á þrepamóti 1-3.þreps í Björk. Vegna mistaka fékk hann ekki afhent sín verðlaun á verðlaunaafhendingunni og biðjum við hann hér með afsökunar á því. Farouq fékk verðlaunin afhent á mánudaginn 8. mars og óskar stjórn FIMAK honum til hamingju með árangurinn.