Uppskeruhátíð FSÍ

Mig langar að óska öllum iðkendum, forráðamönnum, starfsfólki og öðrum velunnurum gleðilegs nýs árs og velfarnaðar á komandi ári. Sunnudaginn 4. janúar var haldin uppskeruhátið Fimleikasambandsins í Hörpunni í Reykjavík.  Þar voru krýndir íþróttamenn sambandsins ásamt því að veittar voru viðurkenningar fyrir góðan árangur tengdum erlendum mótum og á EM sem haldið var hér heima.  Þarna voru einnig veitt nokkur silfurmerki og eitt gullmerki fyrir störf sem tengjast sambandinu.  Við erum afar stolt af því að Erla Ormarsdóttir framkvæmdastjóri FIMAK var ein af þeim sem fékk silfurmerki fyrir öflugt starf í að jafna rétt okkar á landsbyggðinni til móts við félögin sem staðsett eru á suðvesturhorninu.  Barátta borgar sig og þetta segir okkur það að þrátt fyrir mótbyr þá kann stjórn FSÍ að meta þetta framlag okkar.  Mikið hefur áunnist í réttindabaráttu okkar um jafnan tilverurétt okkar, það kostaði að vísu nokkur ofsaveður og ófærðir en ég vil trúa að það hafi skilað sér til okkar.

Með bestu kveðju

Inga Stella, formaður FIMAK