Upplýsingar um gistingu á Haustmótinu í 4. og 5.þrepi

Fimleikafélag Akureyrar ætlar að bjóða uppá gisti- og matarpakka á haustmótinu í áhaldafimleikum sem haldið verður á Akureyri helgina 31. okt - 02. nóv 2014.

Gisting og morgunmatur kr. 1500 nóttin ( ekki er í boði að fá eingöngu gistingu eða morgunmat) Kvöldverður kr. 1250 máltíðin (föstudags- og laugardagskvöld)
Þannig að gisting, morgunmatur og kvöldmatur föstudag-sunnudags kostar kr. 5.500,-

Kvöldverður verður í boði bæði á föstudags- og laugardagskvöld og er félögunum það í sjálfs val sett hvort þau kaupa hann eða ekki. Ef félögin ætla ekki að kaupa kvöldmat af okkur, þá verða þau að fara út að borða þar sem ekki er rými fyrir annað en kvöldmat á okkar vegum í skólanum. Hverju félagi verður úthlutað matarmiðum miðað við pöntun. Athugið að greiða þarf fyrir fararstjóra, þjálfara og foreldra sem gista/borða með hópnum.

Matseðillinn verður svohljóðandi:

Föstudagur:
-Kjúklingapasta: Rjómalagað pasta með grænmeti og kjúklingi.

Laugardagur:
-Lasagna með hvílauksbrauði, hrásalati og sósu.

Athugið að ef matar ofnæmi eða matar óþol  er um að ræða í einhverjum hópum þá endilega látið vita og við reynum að koma til móts við ykkur eins og við getum.

Gististaðurinn verður Giljaskóli sem er við hliðina frá íþróttamiðstöðinni. Athugið að hver og einn þarf að koma með dýnu, sæng og kodda.

Því miður er ekki góð aðstaða fyrir félögin til að matast í íþróttamiðstöðinni en ef félögin ætla að panta sér hádegismat þá er þeim velkomið að gera það í matsal Giljaskóla en hvert og eitt félag verður þá að ganga frá eftir sig. Að sjálfsögðu má borða nesti í klefum, einnig bendum við á að veitingar verða til sölu í sjoppu á vegum foreldrafélagsins.

Skráning í gistingu og mat þarf að hafa borist í síðasta lagi föstudaginn 24.október á netfangið gvaka73@gmail.com

en greiðsla verður að hafa borist í síðasta lagi miðvikudaginn 29.október.

 

Reikninsnúmerið er 0162-05-262001og kt. 550992-2649.

 

Athugið að hvert félag sér um að rukka þá einstaklinga sem koma með þeim og viljum við fá færslu frá hverju félagi í einu lagi.

 

Við viljum benda öllum félögum á að húsið lokar kl 24:00 bæði kvöldin og ekki verður hleypt inn ölvuðu fólki.

Hlakkar til að sjá ykkur með kveðju mótanefnd FIMAK