Upphaf haustannar keppnishópa

Kæru félagsmenn. Stjórn Fimleikafélagsins hefur tekið ákvörðun um að framvegis verði annir keppnishópa lengri en undanfarin ár og taka æfingjagjöld mið af þessari lengingu.  Haustannir munu framvegis hefjast  í fyrri hluta ágústmánaðar og vorönnum mun ljúka um miðjan júní.  Þessi ákvörðun er tekin með hliðstjón af lengd vetrar annarra fimleikafélaga og með þessu viljum við vera samkeppnishæf við þau félög sem við etjum kappi við um veturinn.


Miðvikudaginn 10. ágúst  hefst haustönn keppnishópa i áhaldafimleikum. Hóparnir F1, F2, F3, K1 & K2 mæta til æfinga kl. 13-15:30 í þessari viku.  Í lok vikunnar verður farið yfir stöðuna með tilliti til æfingatíma fram að skólastarti.  Keppnishópar I-hópa hefja æfingar síðar vegna þess að stór hluti þeirra og þjálfarar hafa nýlokið æfingabúðum í Danmörku.  Almenna starfið hefst svo um mánaðarmótin næstu. Upplýsingar um það þegar nær dregur.

Hlökkum til að sjá ykkur !