Keppnisrétt hafa allir á aldrinum 11-18 ára en einnig eru í boði ýmiss verkefni fyrir 10 ára og yngri. Foreldrar munu örugglega finna eitthvað við sitt hæfi á mótinu þannig að þetta verður sannkölluð fjölskylduhátíð. Mótsgjald er aðeins kr. 6000.- og geta keppendur keppt í eins mörgum greinum og þeir vilja.
Badminton-Boccia - Bogfimi - Borðtennis - Dans - Fimleikar - Frjálsíþróttir - Glíma - Golf - Handbolti - Hestaíþróttir - Hjólreiðar - Júdó - Keila - Knattspyrna - Körfubolti - Lyftingar - Motocross - Parkour - Siglingar - Skák - Stafsetning - Strandblak - Sund - Taekwondo - Tölvuleikir - Upplestrarkeppni
Allar frekari upplýsingar eru veittar hjá UMFÍ:
Ómar Bragi Stefánsson s: 898 1095
Netfang: omar@umfi.is
Tengiliður FIMAK: Erla Ormarsdóttir, netfang: erla@fimak.is
www.umfi.is