Nú er sumarið komið og margir búnir að taka fram trampolínin og stilla upp í görðum sínum. Það að hoppa á trampolíni er bæði skemmtileg og góð líkamsþjálfun sem styrkir vöðva, þjálfar samhæfingu, jafnvægi og eykur þol. Því miður verða samt þó nokkuð mörg slys á ári hverju á trampolínum í görðum landsmanna. Algengustu meiðslin eru: Beinbrot, heilahristingur, tognun, mar, skrámur og skurðir.
Flest slys verða þegar einstaklingur lendir illa, lendir á gormum eða grind trampolíns, gerir stökk sem einstaklingurinn ræður ekki við og þegar fleiri en einn hoppa í einu og skella saman. Okkur hjá FIMAK langar að benda ykkur á nokkur atriði sem vert er að yfirfara bæði á trampolíninu sjálfu og eins með krökkunum sem nota trampolínið til þess að fyrirbyggja slys.
Að lokum bendum við ykkur á að eigandi trampolíns ber ábyrgð á trampolíninu. Það er því undir eigendunum komið að fylgjast með notkun og að notendurnir fari að þeirra reglum. Þetta á líka við um ef að einhver hoppar á trampolíni ykkar í leyfisleyi, eigandinn er samt ábyrgur.
Skemmtum okkur vel og slysalaust í sumar!
Erla Ormarsdóttir, framkvæmdastjóri FIMAK
Heimildir: Forvarnarhúsið, http://www.forvarnahusid.is/category.aspx?catID=201 , Lýðheilsustöð, http://www2.lydheilsustod.is/greinar/greinasafn/slysavarnir/nr/2650 , Slysavarnafélagið Landsbjörg, http://www.landsbjorg.is/category.aspx?catID=363