Tilboð á Gullmiða á EM- framlengt til 1.okt

Tilboð á Evrópumótið í hópfimleikum 2014

Eruð þið búin að tryggja ykkur miða á stærsta fimleikaviðburð ársins.

Evrópumeistaramótið í hópfimleikum verður haldið í Reykjavík 15. - 18. október, þar sem 42 lið frá 14 þjóðlöndum koma saman í Laugardalnum og keppa um hina eftirsóttu Evrópumeistaratitla.

FSÍ býður aðildafélögum og velunnurum að versla fjögra daga gullmiða á EM2014 á sérstökum afsláttarkjörum. Miðinn er seldur á midi.is þar sem afsláttarkóði þíns félags er sleginn inn í lok pöntunar. Miðarnir eru í boði til 1.október

Afláttarkóði þíns félags: AKU14

Gullmiðinn felur í sér aðgang að öllum keppnishlutum mótsins:

Mið. 15. okt. 17:00 - 22:00    setningarathöfn, undanúrslit U17               Dagur 1

Fim. 16. okt. 16:00 - 22:00    undanúrslit fullorðinna                               Dagur 2

Fös. 17. okt. 16:00 - 22:00    úrslit U17                                                 Dagur 3

Lau. 18. okt. 11:00 - 18:00    úrslit fullorðinna                                        Dagur 4

Gullmiði                                Dagur 1 - 4                                                            8.900 kr.

Fyllum Höllina og sköpum í sameiningu ógleymanlega stemningu.

Saman vinnum við gullið

---------------------------------------------

Leiðbeiningar fyrir afsláttarkóða

Hvernig nota ég afsláttinn?

 

Farðu inná midi.is, veldu þér miða til kaups og í reitinn "Ertu með afsláttarkóða“ í skrefi #3 sláðu þá inn afsláttarkóða þíns félags.

Smelltu á „Virkja“ og þá sérðu að afslátturinn kemur inn um leið.

 

ATH: Staðfestið EKKI greiðslu fyrr en afsláttur er sýnilega orðinn virkur.