Helgina 28. -29. janúar fór fram þrepamót í áhaldafimleikum sem haldið var í íþróttamiðstöð Ármanns í Laugardalnum. Kept var í 1.-4. þrepi íslenska fimleikastigans í kvennaflokki og 1.-5. þrepi íslenska fimleikastigans í karlaflokki. FIMAK sendi 27 keppendur á mótið sem allir stóðu sig með mikilli prýði og voru félaginu sannalega til sóma. Árangur á mótinu var glæsilegur og fjöldi verðlauna kom í okkar hlut.
Í 3. Þrepi 12 ára og yngri lenti Jón Smári Hansson í 2. sæti fyriræfingar i hringjum og á tvíslá og 3. sæti fyrir æfingar á svifrá.
Í 4. Þrepi 12 ára lenti Ögri Harðarson í 1. sæti fyrir gólfæfingar og stökk og 2. sæti fyrir æfingar á tvíslá og svifrá, hann hafnaði svo í 2. sæti í samanlögðu með 87,033 stig. Í sama þrepi lenti svo Sævar Gylfason í 3. sæti bæði fyrir æfingar í hringjum og á stökki.
Í 5. Þrepi 10 ára lenti Breki Harðarson í 1. sæti í hringjum, á stökki og á svifrá og í 2. sæti á gólfi sem skilaði honum 1. sæti í samanlögðu með 85,667 stig.
Í 3. Þrepi 13 ára og eldri lenti Kolfinna Frigg Sigurðardóttir í 3. sæti á stökki og Margrét Jóhannsdóttir í 3. sæti fyrir gólfæfingar.
Í 4. Þrepi 13 ára og eldri lenti Amanda Helga Elvarsdóttir í 1. sæti á stökki, Rakel Róbertsdóttir í 2. sæti á stökki og Sigrún Harpa Baldursdóttir í 1. sæti á jafnvægisslá og 2. sæti samanlagt með 54,800 stig.
Í 4. Þrepi 12 ára lenti Petra Reykjalín í 1. sæti á stökki og Rakel Sjöfn Stefánsdóttir í 2. sæti á jafnvægisslá.
Nánari úrslit er að finna á heimasíðu Ármenninga.
TIl hamingju krakkar með frábæran árangur.
Kv. Stjórn FIMAK