Þrepamót 2 í áhaldafimleikum - 1.-3. þrep

Um helgina fór fram þrepamót 2 í áhaldafimleikum hér á Akureyri.  Mótinu hafði verið frestað um viku vegna ófærðar. Keppt var í 1,-3. þrepi bæði í karla og kvennaflokki.  Frá FIMAK voru 8 keppendur skráður til keppni í 2. og 3. þrepi en 3 þurftu frá að hverra vegna meiðsla og því kepptu 5 fyrir okkar hönd.  Það er óhætt að segja að okkar keppendur stóðu allir mjög vel.  Ágústa Dröfn Pétursdóttir hafnaði í 2. sæti á jafnvægisslá í 2. þrepi og Hafrún Mist Guðmundsdóttir náði lágmarksskori í 3. þrepi og vann sér inn þátttöku á Íslandsmóti sem fram fer í mars.