Næstum því allir þjálfarar félagsins ásamt starfsfólki og stjórnarmeðlimum sóttu á dögunum 6 klst. námskeið í skyndihjálp. Á námskeiðinu var farið yfir það helsta sem upp getur komið í fimleikasalnum og húsakynnum félagsins og viðbrögðin við hinum ýmsu atvikum æfð og skipulögð.
Kennarar á námskeiðinu voru Álfheiður Svana Kristjánsdóttir og Sævar Kristjánsson. Bæði eiga þau börn sem æfa hjá Fimleikafélaginu svo þau þekkja bæði til íþróttagreinarinnar og aðstæðna sem skapast geta á æfingum hér. Við þökkum þeim kærlega fyrir gott og þarft námskeið.
Einnig vil ég þakka þjálfurum félagsins fyrir góða þátttöku sem og krökkunum sem léku slasaði einstaklinga fyrir þeirra framlag. Við vitum að á meðal foreldra iðkenda félagsins er fullt af fagfólki á hinum ýmsu sviðum. Ef einhver ykkar hefði áhuga á að miðla þekkingu og reynslu sem nýtist starfinu okkar þá má endilega senda mér póst á netfangið erla@fimak.is
Með kveðju
Erla Ormarsdóttir, framkvæmdastjóri félagsins