Fimleikanámskeið sem verða í boði í júní hjá fimleikafélaginu. Um er að ræða almenn fimleikanámskeið, hópfimeikanámskeið, áhaldafimleikanámskeið og Parkour ásamt fim-leikjanámskeiðunum sem eru á morgnanna hjá okkur. Þau börn sem skráð eru í fim-leikjaskólann og ætla líka að skrá sig á almennt fimleikanámskeið kl. 13 er í boði að óska eftir gæslu milli kl. 12-13 fyrir 400 kr. hvern dag. Skráningar á námskeiðin fara fram í gegnum Nora.
Næstu vikur verður boðið upp á eftirfarandi námskeið hjá fimleikafélaginu:
Almennir fimleikar: Námskeiðið er fyrir 7-9 ára krakka (bæði stráka og stelpur) og fer yfir hluta úr þeim æfingum sem teljast til áhaldafimleika og hópfimleika. verð er 7200 kr. Umsjónamaður er Matthea Sigurðardóttir íþróttakennari
Áhaldafimleikar stúlkna framhald: Námskeiðið er fyrir þær stúlkur sem hafa æft í vetur með F4, F5 og F6. Verð 7200 kr. Umsjónamaður Mihaela Bogodoi.
Hópfimleikar framhald: Umsjónarmaður Hulda Rún Ingvarsdóttir
Parkour námskeið: Umsjónamaður Valgeir Hugi Halldórsson