Nú er starfsemi FIMAK farin að rúlla af stað. Sumarfimleikarnir byrjuðu í dag og keppnishópar (F1, F2, I1, I2 og K1 ) hófu haustönn sína á sama tíma. Hægt er að skoða stundatöflu sumarfimleikanna á heimsíðunni okkar eða með því að smella á
Fimleikafélag Akureyrar hefur vaxið gríðarlega undanfarin ár og mun líklega halda áfram. Á síðasta ári fór iðkendafjöldinn úr 450 yfir í rúmlega 700. Því miður komust ekki allir að sem vildu. Nú er unnið að því að raða í hópa hjá okkur og því mikilvægt að sjá nákvæmlega hverjir verða áfram. Fyrir næstu mánaðarmót munum við senda ykkur reikning fyrir staðfestingargjaldi að upphæð 8000 kr. en sú upphæð er síðan dregin frá þegar þið greiðið æfingagjöldin fyrir haustönn. Verðskrá haustannar verður birt í lok þessarar viku og stundaskrá kemur fljótlega.
Fimleikafélagið minnir þá sem skulda æfingagjöld frá síðasta vetri að gera upp við félagið sem allra fyrst. Afar mikilvægt er að ganga frá æfingagjöldum (greiða eða semja um greiðslu) fyrir haustannarbyrjun svo iðkandi haldi plássi sínu.
Með vinsemd og virðingu,
Stjórn Fimleikafélags Akureyrar.