Sumarfimleikar og fleira

Kæru foreldrar og iðkendur.

Fimleikafélag Akureyrar þakkar ykkur kærlega fyrir veturinn.  Það tímabil sem nú er að ljúka hefur verið afar viðburðarríkt fyrir félagið og einkennst af miklum vexti.

Eins og þið vitið þá lýkur vorönn félagsins næst komandi föstudag.  Við verðum með sumarfimleika fyrir 2004 árgang og eldri frá 18. júlí til 12. ágúst. Reiknað er með að æfingar verði 3x í viku í 1,5 klst. í senn. Nánari tímasetning verður auglýst síðar. Þeir sem hafa áhuga geta skráð sig hér.
Skráningu lýkur næstkomandi föstudag.  Æfingagjald fyrir sumarfimleikana verður 8.100 kr.

Æfingatímabil keppnishópa, F1, F2, I1, I2 og K1, hefst formlega á sama tíma og sumarfimleikar hefjast eða 18. júlí.

Staðfestingargjald æfingagjalda fyrir haustönn verður sent út í kringum  miðjan júlí.

Fimleikafélag Akureyrar gengur út frá því að óbreyttu, að allir iðkendur haldi áfram í fimleikum og raðar í hópa út frá því. Ef þið teljið hins vegar öruggt að iðkandi verði ekki í fimleikum næsta haust, þætti okkur vænt um að þið fylltuð út eftirfarandi skráningarform fyrir okkur. Það losar ykkur við óþarfa pósta og rukkanir og gerir okkur kleyft að setja í hópa iðkendur af biðlistum. Auðvitað vonum við samt að sem flestir haldi áfram að æfa fimleika hjá okkur.  Afskrá iðkanda úr fimleikum

 

Með vinsemd og virðingu
Fimleikafélag Akureyrar.