Í gær, 20/12 afhenti Samherji styrki úr Samherjasjóðnum við hátíðlega athöfn í nýbyggingu ÚA við Fiskitanga, sem var um leið opin öllum til sýnis.
Fimleikafélag Akureyrar er eitt af mörgum félögum og einstaklingum sem nutu góðs af styrkveitingunni.
Styrkurinn rennur til okkar öfluga barna- og unglingastarfs en meðal annars til lækkunar æfingagjalda og niðurgreiðslu á ferðakostnaði.
Það þarf ekki að fara mörgum orðum um að svona velvild í garð félagsins er afar mikilvæg og verður seint fullþökkuð.
Um leið og við hjá Fimak færum Samherja og öllu því góða góða fólki sem þar starfa þakkir fyrir velvildina, vil ég fyrir hönd félagsins óska öllum iðkendum, starfsmönnum, stjórn, styrktaraðilum og foreldum gleðilegra jóla og farsældar á nýju ári.
Sjáumst í janúarbyrjun.
Hermann Herbertsson
Formaður Fimak.