Styrkur frá KEA.
Annars vegar var um að ræða úthlutun íþróttastyrkja og hins vegar styrki sem veittir voru ungum afreksmönnum á sviði mennta, lista og íþrótta.
Í flokki íþróttastyrkja fékk Fimleikafélag Akureyrar úthlutað styrk að verðmæti kr. 500.000.-
Styrkur sem þessi kemur sér afar vel fyrir félagið og áframhaldandi uppbyggingu þess.
Bjartir tímar eru framundan í starfi Fimleikafélags Akureyrar, tækifæri FA eru mörg og verðugt verkefni fyrir höndum að nýta sem flest.
Það er markmið Fimleikafélags Akureyrar að vera fremst í flokki hvað varðar iðkendur og þjálfar á landsvísu.
Friðbjörn B. Möller