Stelpunum gekk vel á öllum áhöldum, það er stökki, tvíslá, jafnvægisslá og á gólfi. Þjálfarar þessara stúlkna eru hjónin Mirela og Florin Paun frá Rúmeníu. Ekki leynir sér árangurinn af kröftugu uppbyggingarstarfi félagsins á síðustu árum. Í vetur æfa um 400 krakkar fimleika á vegum Fimleikafélags Akureyrar, flestir á aldrinum 4 til 16 ára. Krakkarnir uppskera ekki aðeins færni og hreysti heldur læra þeir líka prúðmennsku og tillitssemi.
Mótið var haldið til að vígja hið nýja og glæsilega fimleikahús Ármanns í Laugardalnum. Sem kunnugt er hafa bæjaryfirvöld á Akureyri samþykkt að byggja sérhæft fimleikahús sem tekið verður í notkun á árinu 2008 og væntum við þess að þá verði tækifæri til að efla fimleikastarfið á Akureyri enn frekar.
Úrslit á mótinu er að finna hér.
Nú er búið að bæta við myndum frá mótinu, þar sjást mjög glæsileg tilþrif hjá stelpunum okkar. Fleiri myndir á leiðinni.
Og brosin eru breið hjá þeim á verðlaunapallinum.
Að gefnu tilefni viljum við sem suðu fórum koma eftirfarandi á framæri:
Í dag var frétt í Morgunblaðinu þess efnis að Lögreglan á Blönduósi hefði stöðvað mann með íþróttalið í bílnum fyrir of hraðan akstur. Tekið skal fram vegna fjölda fyrirspurna að þarna voru ekki fimleikakrakkar á ferð.