Í fyrsta skipti á Íslandi verður haldið stökkfimimót í húsi Fjölnis 23.-24. nóvember. Á mótið fara strákarnir okkar í IT2D og er mikil tilhlökkun í hópnum. Á mótinu verða 340 keppendur frá 14 félögum af landinu. Við vonum þetta gangi allt saman vel og sé grein innan fimleikanna sem er komin til að vera.Við óskum strákunum góðs gengis á mótinu. Hér má sjá auglýsingu vegna mótsins.