Kæru iðkendur, forráðamenn og aðrir félagsmenn,
Ljóst er eftir upplýsingafund ríkisstjórnarinnar í dag að allar æfingar munu falla niður frá og með morgundeginum 25.mars. Á fundinum kom fram að allt íþróttastarf barna-, unglinga og fullorðinna sé óheimilt og gildir þessi reglugerð í þrjár vikur.
Við þjófstörtum því páskafríinu sem átti að hefjast á föstudaginn. Þjálfarar verða í sambandi í gegnum sportabler varðandi framhaldið eftir páska eða þann 6.apríl.
Þetta er mikið og skyndilegt högg þar sem fá tilfelli eru á okkar landsvæði en við trúum því að með því að standa saman núna fram yfir páska nái fjórða bylgjan ekki fótfestu. Við þurfum því öll að taka þátt.
Fimleikafélagið óskar ykkur gleðilegra páska.