Til þess að ná að skipuleggja innanfélagsmót FIMAK sem best óskum við eftir því að keppendur skrái sig fyrir 28. mars. Akureyrarfjörið fer fram helgina 5.-7. apríl og þar gefst öllum keppendum fæddum árið 2006 og eldri kostur á að keppa. Skráning fer fram hér.
Við viljum jafnframt vekja athygli foreldra á því að svona mót verður ekki haldið nema með aðstoð þeirra. Ef fólk hefur tök á að aðstoða okkur við framkvæmd mótsins má gjarnan setja sig í samband við Guðrúnu Vöku á netfangið gvaka73@gmail.com.
Skipulag mótsins verður sett á heimasíðuna um leið og hægt er en gróft skipulag er á þessa leið:
Föstudagurinn 5.apríl
Hluti 1 A hópar
Hluti 2 6.þrep súlkna og drengja, hluti af F2, hluti af F3, F4, F5, F6, F7, K2, K3, K4, K5, og K6.
Hluti 3 Mix og goldies
Laugardagurinn 6. apríl
Hluti 4 Hópfimleikar B.deild Fyrra holl
Hluti 5 Hópfimleikar B.deild Seinna holl
Hluti 6 Hópfimleikar A.deild Fyrra holl
Hluti 7 Hópfimleikar A.deild seinna holl
-B.deild IT-3-2, IT-4-2, M1, M2, M3 og M4
-A.deild IT-1, IT-OP, IT-2, IT-2-d, IT-3-1 og IT-4-1
Hluti 8 Parkour
Sunnudagur 7. apríl
Hluti 9 3. 4. og 5. þrep stúlkna og drengja