Skráning í fimleika fyrir iðkendur fædda 2014 og fyrr

Nú hefur verið opnað fyrir skráningu í fimleika (haustönn 2019) fyrir iðkendur fædda 2014 og fyrr. Skráning fer fram inn á skráningarsíðunni https://fimak.felog.is/ og stendur til 18. ágúst nk. Eftir það verður einungis hægt að skrá á biðlista inn á skráningarsíðunni.
Athugið að allir sem hafa áhuga á að æfa fimleika í vetur þurfa að skrá sig. Þeir sem að æfðu fimleika síðasta vor eru ekki sjálfskráðir inn í deildina en eru þó í forgangi séu þeir skráðir fyrir 18. ágúst.
 
Eftir að skráningu lýkur verður raðað niður í hópa og foreldrum sendar upplýsingar um í hvaða hóp barnið þeirra er í ásamt upplýsingum um æfingatíma og hvernig skal ganga frá æfingagjöldum. Það er verið að vinna í verðskránni og hún verður birt inn á heimasíðunni um leið og hún liggur fyrir.
 
Vinsamlegst athugið að það er takmarkað pláss í áhaldafimleikahópa fyrir iðkendur fædda 2011 og fyrr og því ekki víst að allir sem skrái sig komist að. Þeim mun þó standa til boða að fá pláss í hópfimleikum/stökkfimi ef áhugi er fyrir því.
 
Æfingar hjá 5 ára iðkendum (2014) verða tvisvar sinnum í viku í vetur. Á laugardögum og einn virkan dag. Fyrir þá sem vilja einungis æfa einu sinni í viku þá verður einnig hægt að skrá sig eingöngu í laugardagstímann.  Vinsamlegast skráið í athugasemd við skráningu ef barnið ætlar að æfa einu sinni í viku.
 
Keppnishóparnir F1, F2, F3, K1, K2, I1, I2, og I3 hefja æfingar í næstu viku og verður sendur póstur á foreldra seinna í vikunni.
 
Það verður síðan opnað fyrir skráningu í íþróttaskóla FIMAK í byrjun næstu viku. Íþróttaskólinn er ætlaður börnum fæddum 2015 – 2016 og fara æfingar fram á laugardagsmorgnum.