Síðasta vor ákvað stjórn Fimleikafélags Akureyrar að breyta skipuriti félagsins og því fylgdu skipulagsbreytingar. Í nýju skipuriti skiptast verk á annan hátt en áður, er voru í höndum framkvæmdastjóra félagsins á milli þess fyrrnefnda og yfirþjálfara hins vegar. Við þetta færist yfirþjálfari upp í skipuriti og situr nú beint undir stjórn félagsins. Þessar breytingar taka gildi nú um mánaðarmótin og mun Erla Ormarsdóttir þá hætta störfum sem framkvæmdastjóri FIMAK. Rut Jónsdóttir hefur verið ráðin framkvæmdastjóri og mun Florin Paun starfandi yfirþjálfari sjá alfarið um faglega þáttinn í starfi félagsins.
Við þökkum Erlu fyrir óeigingjarnt starf í þágu félagsins og velfarnaðar á öðrum vettvangi og bjóðum í leiðinni Rut velkomna til starfa.
Hermann Herbertsson,
Formaður Fimak.