Skipulag fyrir parkourkeppnina á unglingalandsmótinu

Hér má finna skipulagið fyrir keppnina í parkour á unglingalandsmótinu. Keppnin fer fram sunnudaginn 2.ágúst og geta allir þátttakendur á unglingalandsmótinu tekið þátt í því.

 

Húsið opnar: kl.15.45

Upphitun og prufurennsli á þrautabraut: 16.00-16.30

Keppni hefst: 16.30

Áætluð mótslok og verðlaunaafhending kl. 17.00-17.30 (ath. Ef mikið bætist við af keppendum tekur það lengri tíma.

 

Keppnin fer þannig fram að keppendur fara í gegnum þrautabraut með hinum ýmsu hindrunum. Ef keppandi sleppir hindrun eða fellir hindrun er bætt við sekúndum við tímann, ef keppandi gerir einhver trikk á leiðinni er hægt að vinna sér inn stig þar sem sekúndur eru dregnar frá tímanum. Síðan er það besti tíminn sem vinnur. Kept er í bæði stúlkna og drengja flokki 11-14 ára og 15-18 ára. Parkourþjálfarar frá FIMAK verða á staðnum til aðstoðar og leiðbeiningar og hvetjum við sem flesta til að prófa og taka þátt.

Hægt er a skrá sig í parkour alveg fram að keppninni.