Helgina 1.-2. nóvember fer fram Haustmót FSÍ í áhaldafimleikum í 4. og 5. þrepi stúlkna og drengja. Mótshaldari er FIMAK. Á þessu móti verður svolítið breytt fyrirkomulag við skráningu úrslita þar sem FSÍ hefur tekið í notkun rafræna skráningu þar sem einkunnir britast strax á netinu. Því geta áhorfendur í sal sem eru með snjallsíma fylgst með úrslitum og stigagjöfum á netinu. Athugið að FIMAK er mótshaldari en skipulag og niðurröðun er alfarið á höndum Fimleikasambands Íslands. Eftirfarandi eru krækjur á skipulag og úrslit.