Samherji styrkir FIMAK

Miðvikudaginn 27. mars var stjórn og framkvæmdastjóra FIMAK boðið til samkomu í boði Samherja.  Tilefnið var að veita styrki til samfélagsverkefna á Eyjafjarðarsvæðinu. FIMAK fékk 5 milljónir í styrk.  Við erum afar þakklát fyrir þennan rausnarlega styrk sem okkur er veittur.  Með okkur á samkomuna fóru formaður FSÍ Þorgerður Diðriksdóttir og varafomaður FSÍ Arnar Ólafsson.  Stjórn kemur saman í næstu viku til að ákvarða hvernig styknum verður ráðstafað.

„Þátttaka barna og unglinga í íþóttum er ómetanlegur þáttur í forvörum og uppeldi.  Samherji vill efla þetta starf enn frekar með því að veita íþrótta- og æskulýðsfélögum styrki. Frjármununum skal varið til að lækka æfingagjöld barna og unglinga og/eða til að lækka kostnað við keppnisferðir þeirra á yfirstandandi ári og styrkja starfið með öðrum hætti,“ sagði Helga Steinunn Guðmundsdóttir formaður Samherjasjóðsins.

Takk kærlega fyrir okkur

Stjórn FIMAK