Sala á keppnisfatnaði fyrir mót vetrarins

Nú fara mót vetrarins að hefjast og því tímabært að fara huga að keppnisfatnaði.  Við verðum með söludaga í anddyri FIMAK dagana 24. janúar og 1. febrúar milli kl. 16-18.

Fyrir öll mót sem sótt eru þurfa keppendur að útvega sér félagsgallann fyrir innmars (hópfimleikakrakkar þurfa ekki nauðsynlega að eiga buxurnar þar sem þau geta marserað inn í samfestingnum), leyfilegt er að marsera í leggings buxunum.

Fyrir bikarmót í áhaldafimleikum þurfa þær stelpur og strákar sem fara að útvega sér félagsbol. Fyrir þrepamót og Íslandsmót í áhaldafimleikum er frjálst bolaval.

Fyrir öll hópfimleikamót þurfa keppendur að útvega sér félagssamfestinginn (athugið að það eru tveir í gangi, meistaraflokkur og 1. og 2. flokkur eru í nýrri gerðinni).

Vakin er athygli á því að stefnt er að því að skipta um félagsboli bæði í áhaldafimleikum (stráka og stelpu) og yngri hópfimleikum haustið 2018. Ekki er stefnt að því að skipta út félagsgallanum að svo stöddu.

Fyrir hönd stjórnar, 
Inga Stella