Rukkanir fyrir vorönn

Eftir að Fimleikafélag Akureyrar flutti starfsemi sína yfir í nýtt og glæsilegt húsnæði hefur starfsemin sprungið út með miklum látum.  Félagið hefur á fáum mánuðum rúmlega tvöfaldast og eru iðkendur vel rúmlega 700 og yfir 100 á biðlista. Eins og gefur að skilja hefur öll umsýsla í kringum æfingagjöld og reyndar alla þætti félagsins orðið gríðarlega umfangsmikil, svo umfangsmikil að við teljum okkur knúin til að einfalda alla þætti sem tengjast innheimtu.

Á vorönn 2011 munum við til að mynda ekki verða með greiðsludaga líkt og undanfarin ár en í staðin sendum við öll æfingagjöld til innheimtu í heimabanka.  Ekki verður sendur greiðsluseðill nema ef einhverjir óska sérstaklega eftir því. Það eitt sparar okkur mikla vinnu og peninga.

Þessa önn ætlum við að hafa þann háttinn á að dreifa æfingagjöldunum á þrjár greiðslur. Fyrsta greiðsla verður eins og áður var nefnt um næstu mánaðarmót, önnur greiðsla verður mánaðarmótin mars/apríl og lokagreiðsla mánaðarmótin apríl/maí.  Ef þið óskið eftir því að fá að greiða æfingagjöldin í einu lagi, vinsamlegast sendið póst á skrifstofu FIMAK, skrifstofa@fimak.is

Nú ættu allir sem eiga rétt á tómstundaávísun að vera búin að fá þær í hendur. Ef þið hafið hug á að nýta tómstundaávísanir til að lækka æfingagjöldin í fimleikum er afar mikilvægt að þið komið þeim til þjálfara ykkar eða á skrifstofu fimleikafélagsins í þessari viku. Síðasta lagi 18.febrúar. Skrifstofan er opin þriðjudaga og miðvikudaga milli kl. 16:30-18:30.

Verðskrá fyrir alla æfingahópa er á heimasíðu okkar fimak.is.  25% systkinaafsláttur er á æfingagjöldum og er búið að setja þann afslátt á æfingagjöldin fyrir þau sem eiga fleiri en eitt barn í fimleikum.

Til að útskýra systkinaaflsáttinn þá reiknast hann þannig að ef þið eigið tvö börn í fimleikum reiknast afslátturinn af því barni sem er með lægra æfingagjald.

Með vinsemd og virðingu,
Fimleikafélag Akureyrar