Sunnudaginn 10. apríl nk fer fram parkourmót FIMAK í samstarfi við AK EXTREME. Mótið verður haldið í húsinu okkar kl 13 og opnar húsið kl. 12. Skráning á mótið fer fram á netfangið rut@fimak.is og lýkur henni kl. 14 föstudaginn 8. april. Mótið er fyrir alla parkour iðkendur FIMAK sem og parkour iðkendur úr öðrum félögum.
Eftir mótið verður síðan í húsinu strákar úr hópnum Storror sem er hópur af ungum strákum sem hafa stundað parkour í mörg ár, þeir ólust upp í Bretlandi og byrjuðu sinn parkourferli á húsþökunum þar og fór svo að búa til myndbönd.
Út frá þessu urðu þeir frægir með því að setja allt efni sitt á Youtube. Í dag ferðast þeir um allan heim með myndavélarnar sínar, leika í fullt af auglýsingum og taka að sér fullt af verkefnum. Þeir vinna mikið við að stunda parkour, hvort sem þeir eru að búa tilmyndbönd fyrir sig eða aðra, þeir eru oft beðnir að koma á viðburði hvort sem það er til að taka upp eða taka þátt og svo eru þeir líka með sína eigin parkour fatalínu.