Örnámkskeið þjálfara og sérgreinanámskeið FSÍ 1C

Eins og kom fram í haust þá fóru nokkrir þjálfarar frá félaginu á námskeið í Ollerup í Danmörku.  Í kjölfarið af því bauðst Erla Ormarsdóttir til að halda örnámskeið í móttöku fyrir starfandi þjálfarar hjá félaginu.  Námskeiðið var haldið síðustu helgi (18. september) og var fullt hús af þjálfurum sem sóttu námskeiðið ásamt því að við fengum nokkra iðkendur til að mæta fyrir sýnikennslu og til að þjálfararnir gætu æft sig.

Fimleikafélagið leggur mikið upp úr menntun þjálfara til að auka bæði gæði þjálfunnar og öryggi iðkenda.  Félagið hefur undanfarin ár boðið upp á eitt sérgreinanámkeið á vetri að viðbættum dómaranámskeiðum og námskeiðum í skyndihjálp.  Næstkomandi helgi fer fram hjá okkur sérgreinanámskeið FSÍ hluti 1C sem er þriðji og síðasti hlutinn í 1. stigi til fimleikaþjálfunnar.  Einhverjir þjálfarar hafa lokið þessu námskeiði en flestir aðrir munu sækja það.