Ný stjórn kjörin á Aðalfundi FIMAK

Í gær þriðjudag fór fram aðalfundur FIMAK. Á fundinum fóru fram almenn aðalfundastörf, Unnsteinn Jónsson var fundastjóri og Lára Halldóra Eiríksdóttir var fundaritari.  Eftir að fundurinn hafði samþykkt skýrslu stjórnar og ársreikninga félagsins frá árinu 2015  var komið að kosningu í stjórn.  Hermann Herbertsson sitjandi formaður gaf kost á sér til áframhaldandi formennsku, mótframboð voru engin svo hann var því sjálfkjörin í embætti formanns til eins árs.  Í stjórn voru 3 sæti laus, Álfheiður Svana Kristjánsdóttir, Einar Þorsteinn Pálsson og Inga Stella Pétursdóttir höfðu öll lokið sínu kjöri.  Álfheiður og Einar gáfu ekki kost á sér til áframhaldandi stjórnarsetu en Inga Stella Pétursdóttir gaf kost á sér áfram ásamt framboði úr sal frá Rannveigu Jóhannsdóttir og Guðbjörgu Hörpu Þorvaldsdóttir. Ekki bárust fleiri framboð og því voru þær sjálfkjörnar í stjórn FIMAK til tveggja ára.  Kosnir voru tveir varamenn í stjórn og þar bárust tvö framboð frá þeim Álfheiði Svönu og Þórði Birgissyni. Ekki bárust fleiri framboð svo þau voru sjálfkjörnir varamenn í stjórn FIMAK.

Fimleikafélagið þakkar þeim Einar og Álfheiði fyrir óeigingjarnt starf fyrir félagið síðustu ár og býður í leiðinni Rannveigu og Guðbjörgu velkomnar til starfa.

Skýrsla stjórnar, ársreikningar og fundagerð aðalfundar verða aðgengileg hér á síðunni innan skamms.

Fyrir hönd Fimleikafélagsins,
Inga Stella